Hebridean Sky á Húsavík

Hebridean Sky við ex Sea Explorer I. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Hebridean Sky er eitt þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til Húsavíkur í sumar og hafði það viðdvöl þar í gær.

Áki Hauksson skrifar á Fésbókarsíðu sína að þetta sé eitt af þremur systurskipum sem byggð voru á sama tíma. Það er útgerðarfélagið Noble Caledonia sem á skipið í dag en útgerðin keypti skipið árið 2014 og átti þá fyrir hin systurskip Hebridean Sky, þau Island Sky Caledonian Sky.

Systurskipin voru byggð af skipasmíðastöð Nuovi Cantieri Apuania á Ítalíu á svipuðum tíma en Hebridean Sky var tekið í notkun í Desember 1991. Skipið er 90,38 metra langt, 30 metra breitt og nær 14,5 mílna hraða og hefur verið gert út á suður-skautið aðallega í gegnum árin enda skipið byggt fyrir ís. Skipið getur tekið 120 farþega í 59 svítum um borð og lúxusinn um borð er ekki af verri endanum“. Skrifar Áki m.a um skipið.

Þess má geta að Caledonian Sky kom til Húsavíkur í júnímánuði 2011.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s