
Grímsnes GK 555 frá Grindavík kemur hér að landi í Njarðvík sumarið 2004 en báturinn var gerður út af samnefndu fyrirtæki.
Báturinn heitir Dýrfiskur ÍS 96 í dag og er þjónustubátur við fiskeldi.
En upphaflega hét hann Neptúnus NS 8 og var smíðaður árið 1978 í Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Neptúnus var gerður út frá Seyðisfirði til ársins 1991 er hann var seldur vestur á Snæfelssnes. Þar fékk hannnafnið Fúsi SH 162 með heimahöfn á Rifi.
Árið 2004 fær hann nafnið Grímsnes GK 555 en báturinn stoppað stutt á Suðurnesjunum og var kominn aftur á Snæfelssnesið ári síðar.
Þar fékk hann nafnið Sproti SH 51 með heimahöfn í Grundarfirði.
Það var svo árið 2010 sem hann fær nafnið Dýrfiskir ÍS 96 með heimahöfn á Þingeyri.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution