
Það var góður dagur í dag á Ásdísi ÞH 136 sem stundar grásleppuveiðar frá Húsavík.
Báturinn kom að landi í kvöld með á sjöunda tonn en verið var að draga í fyrsta skipti þessa vertíðina. Áður höfðu kallarnir stundað grásleppuveiðar á öðrum bát í eigu sömu útgerðar.
Það er Barmur ehf. sem gerir Ásdísi út en báturinn er af gerðinni Cleopatra 31.
Ásdís ÞH 136 hét upphaflega Kristján ÍS 110 en þegar báturinn var keyptur til Húsavíkur árið 2015 hét hann Ingunn Sveinsdóttir AK 91.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution