
Eins og segir hér í færslunni á undan kom grásleppubáturinn Ásdís ÞH 136 með góðan afla til hafnar á Húsavík í gærkveldi.
Þegar hafist var handa við að landa úr bátnum í morgun kom að landi, og undir hinn kranann, strandveiðibáturinn Sigrún Hrönn ÞH 136.
Það er Barmur ehf. sem á og gerir báða bátana út og var skemmtilegt að ná þeim saman á mynd í vorblíðu morgunsins.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution