
Gullþór KE 87 kemur hér að landi í Keflavík en þaðan var báturinn gerður út um tveggja ára skeið.
Gullþór hét upphaflega Pálmar NS 11 og var smíðaður árið 1946 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða á Seyðisfirði.
Báturinn var míðaður fyrir Þormar hf. Seyðisfirði og var í upphafi 35,00 brl. en árið 1948 var hann lengdur og mældist þá 42,14 brl. Heimild: aba.is
Frá Seyðisfirði fór báturinn til Reykjavíkur árið 1962 og varð RE 7. Síðar Valur RE 7.
Eftir það bar báturinn nöfnin Guðmundur Þór SU 121, Dalaröst NS 56, Stakknes SK 10, Haftindur HF 123 og Sigurbjörg VE 62.
Í Fiskifréttum 1. febrúar 1985 segir að Gullþór hf. í Keflavík hafi þá nýlega keypt bátinn frá Vestmanaeyjum og þá fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni.
Gullþór KE 87 var tekinn af skipaskrá 4. nóvember 1986. Heimild: aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution