
Eikarbáturinn Erna sökk í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum en þar hefur báturinn lengi legið þar sem verið er að gera hann upp.
Báturinn, sem skráður er sem skemmtiskip er 25 brl. að stærð.
Upphaflega hét hann Hafsúlan RE 77 og var smíðaður árið 1971 hjá Trésmiðju Austurlands á Fáskrúðsfirði.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution