
Maggi Jóns tók þessar myndir af norska rækjutogaranum Karine H VL-62-AV í Hafnarfirði um helgina en hann hélt til veiða við Austur-Grænland.
Togarinn var keyptur til Noregs í byrjun þessa árs en hann hét áður Atlantic Enterprice og var gerður út frá Kananda með heimahöfn í Halifax.
Karine H var smíðaður í Noregi árið 2002 og mælist 3,457 GT að stærð. Lengd hans er 70,50 metrar og breiddin 16 metrar.



IMO: 9252515. Karine H VL-62-AV ex Atlantic Enterprice. Ljósmyndir Magnús Jónsson 2023.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution