Christina S verður Margrét EA 710

IMO 9388572. Christina S FR 224 – 3038. Margrét EA 710. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023.

Skoska uppsjávarveiðiskipið Christina S FR 224 hefur fengið nafnið Margrét EA 710 samkvæmt Íslenskri skipaskrá og skipaskrárnúmerið 3038.

Maggi Jóns tók þessa mynd af skipinu í dag þar sem það var við Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík.

Skipið, sem var með heimahöfn í Fraserburg, mælist 2,411 GT að stærð. Lengd þess er 72 metrar og breiddin 15 metrar.

Skrokkur skipsins var smíðaður árið 2007 í Sevastopol í Úkraníu. Þaðan var hann dreginn til Noregs þar sem Fitjar Mek. Verksted A/S kláraði smíði skipsins og afhenti skosku útgerðinni árið 2008.

Sú útgerð er nú með nýtt skip í smíðum hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku og verður það afhent síðar á þessu ári.

Hér má lesa frétt um Margréti EA 710 af vef Samherja

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s