
Halldór Runólfsson NS 301 frá Bakkafirði kemur hér að landi í Þorlákshöfn í aprílmánuði 1982.
Hann var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið 1981 fyrir Hafnarbakka hf. á Bakkafirði.
Báturinn er 29 brl. að stærð og heitir í dag Faxi og er gerður út til siglinga með ferðamenn frá Reykjavík.
Hann hefur einnig borið nöfnin Geir KE 67, Þorsteinn Pétursson BA 326, Geir BA 326, Geir ÍS 280, Berghildur SK 137 og Rún RE 24.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.