
Hér gefur að líta Gunnar Svein GK 237 í Njarðvíkurslipp haustið 1987 en hann var með heimahöfn í Sandgerði.
Báturinn, sem var 14 brl. að stærð, hét upphaflega Níels Jónsson EA 106 og var smíðaður úr eik og furu í Skipasmíðastöð KEA árið 1957.
Hér má lesa nánar um bátinn sem sökk árið 1992 en þá hét hann Káraborg HU 77.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution