Jón Erlings GK 222

1173. Jón Erlings GK 222 ex Krossey SF 26. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Jón Erlings GK 222, sem er hér á landleið út af Keflavík eftir dragnótaróður, hét upphaflega Sæþór KE 70 og var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1971.

Hans örlög urðu þau að hann brann og sökk út af Ólafsvík í júlímánuði 2001. Eldurinn kom upp þegar báturinn var að veiðum á Breiðafirði og var hann dreginn til hafnar í Ólafsvík en slökkvistarf gekk ekki sem skyldi.

Var því brugðið á það ráð að draga hann út úr höfninni til að koma í veg fyrir að hann sykki þar og átti að kom ahonum upp í fjöru. En hann sökk áður en það hafðist, sjá frétt í Morgunblaðinu.

Nafnasaga bátsins er þessi: Sæþór KE 70, Sigrún GK 380, Egill SH 195, Egill SH 193 Krossey SF 26, Jón Erlings GK 222, Dagný GK 295 og Dritvík SH 412.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s