Ísbjörn ÍS 304

2276. Ísbjörn ÍS 304 ex Borgin. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Rækjufrystitogarinn Ísbjörn ÍS 304 frá Ísafirði kom til hafnar á Húsavík um miðjan janúar 2013 og þá var þessi mynd tekin.

Það voru Rækjuvinnslan Kampi og útgerðarfélagið Birnir sem áttu skipið og gerðu út í nokkur ár.

Ísbjörn, sem er 1103 GT að stærð, var smíðaður í Noregi árið 1984, fyrir grænlenska útgerð og fékk nafnið Vilhelm Egede.

Ljósavík hf. í Þorlákshöfn keypti hann til Íslands haustið 1996 og fékk hann nafnið Gissur ÁR 2. Tæpu ári síðar var nafni hans breytt í Hersir ÁR 2.

Árið 1999 var togaranum flaggað út og fékk hann nafnið Borgin, síðar Fame og aftur Borgin. Undir því nafni hafði togarinn legið í nokkur ár í Reykjavíkurhöfn þegar hann var seldur til Ísafjarð í árslok 2011 og fékk það nafn sem hann ber á myndinni.

Hann ber reyndar þetta nafn enn þann dag í dag og er skráður í Namibíu með heimahöfn í Walvis Bay.

Síðast sá ég hann við Vigoflóa haustið 2016.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s