
Á þessari mynd má sjá frystitogarana Sigurbjörgu ÓF 1 (nær) og Mánaberg ÓF 42 á siglingu frá Siglufirði til Ólafsfjarðar.
Myndin var tekin 16. desember árið 2016 og togararnir nýbúnir að landa á Siglufirði og jólafríið framundan í heimahöfn.
Þetta voru síðustu jólin sem þessi skip lágu í höfn á Ólafsfirði því þau voru bæði seld úr landi árið 2017 en nýr frystitogari Ramma hf., Sólberg ÓF 1, leysti þau af hólmi vorið 2017.
Mánaberg var selt til Rússlands en Sigurbjörg til Noregs þar sem hún var endurbyggð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.
Dagatal Skipamynda.com er komið út og áhugasamir kaupendur geta pantað það á korri@internet.is