
Jökull ÞH 299 kom til löndunar á Húsavík í morgun en hann hefur verið á línu síðustu mánuði en hann er ýmist gerður út til línu- eða netaveiða.
Jökull var smíðaður í Noregi árið 1996 og er 962 GT að stærð. Lengd hans er 44 metrar og breiddin 10 metrar. Hann er útbúinn til línu- og netaveiða og gerður út af GPG Seafood á Húsavík. Heimahöfn Jökuls er á Raufarhöfn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.
Dagatal Skipamynda.com er komið út og áhugasamir kaupendur geta pantað það á korri@internet.is