Sigurður og Heimaey landa makríl á Þórshöfn

2883. Sigurður VE 15 – 2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Valdimar Halldórsson 2022.

Mikið líf er nú í uppsjávarvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn og margir sem komið hafa til vinnu síðustu daga.

Vinnsla úr fyrsta makrílfarmi sumarsins úr Sigurði VE 15 hófst að morgni 27. júlí og Heimaey VE 1 kom til hafnar 29. júlí.

Meðfylgjandi myndir tók Valdimar Halldórsson þegar löndun úr Sigurði var við það að ljúka og Heimaey nýkomin að og beið löndunar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd