
Norski frystitogarinn Granit H-11-AV er hér á útleið frá Tromsø en Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking myndaði hann í morgun þegar hann var á landleið.
Hann var smíðaður fyrir Halstensen Granit AS í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhentur í september árið 2017.
Granit er 81,20 metrar að lengd, 16,60 metra breiður og mælist 4,427 GT að stærð.
Halstensen Granit AS er staðsett í Bekkjarvik sem er um 50 km. suður af Bergen sem er heimahöfn skipsins.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution