Fleygur ÞH 301

1540. Fleygur ÞH 301 ex Eyrún ÞH 268. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2001.

Fleygur ÞH 301 kemur hér til hafnar á Húsavík í byrjun aldarinnar, sennilega árið 2001.

Eiríkur Marteinsson gerði hann út á þessum tíma með sjómennsku á Sigurðu VE 15. Eftir fráfall hans í ársbyrjun 2003 tóku Hörður sonur hans og Jón Ólafur Sigfússon tengdasonur hans við útgerðinni.

Fleyg gerðu þeir út til haustsins 2006 þegar bátakosturinn var endurnýjaður með kaupum á Hrönn ÞH 36 sem fékk nafnið Eiki Matta ÞH 301.

Fleygur varð ÞH 201 þar til hann var seldur austur á firði árið 2007. Þar fékk hann nafnið Dögg SU 229 sem hann ber enn þann dag í dag.

Upphaflega hét báturinn, sem smíðaður var í Noregi 1979, Gulaþing RE 126. Hann er tæplega 8 brl. að stærð.

Hann bar síðan nöfnin Jófríður Ásmundsdóttir SH 59, Jónína ÍS 525, Sædís ÍS 525, Bresi AK 101, Björn EA 220, Eyrún ÞH 268 og sumarið 2000 fékk hann nafnið Fleygur ÞH 301.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s