
Jón Steinar tók þessa mynd af línuskipinu Fjölni GK 157 um helgina þegar skipið kom til Grindavíkur.
Fjølnir var smíðaður í Mandal í Noregi 1968 en keypt til Íslands og kom það til heimahafnar á Skagaströnd í desember 1970. Þá hét það Skrolsvik T-84-TN en Skagstrendingar nefndu hann Örvar HU 14. Síðar varð hann Örvar BA 14 og þá Rifsnes SH 44.
Vísir hf. í Grindavík kaupir bátinn þegar Hraðfrystihús Hellisands kaupir nýtt Rifsnes frá Noregi og fær hann þá nafnið Ozean Breeze og var m.a gerður út í Kanada.
Eftir gagngerar breytingar í Gdansk í Pólland, sem m.a fólu í sér lengingu um níu metra auk þess sem íbúðahæð var sett undir brúna, kom báturinn til heimahafnar í Grindavík í desembermánuði 2015. Og þá undir því nafni sem hann ber í dag, Fjölnir GK 157.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution