Fjölnir GK 157

1136. Fjølnir GK 157 ex Ocean Breeze GK. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022.

Jón Steinar tók þessa mynd af línuskipinu Fjölni GK 157 um helgina þegar skipið kom til Grindavíkur.

Fjølnir var smíðaður í Mandal í Noregi 1968 en keypt til Íslands og kom það til heimahafnar á Skagaströnd í desember 1970. Þá hét það Skrolsvik T-84-TN en Skagstrendingar nefndu hann Örvar HU 14. Síðar varð hann Örvar BA 14 og þá Rifsnes SH 44.

Vísir hf. í Grindavík kaupir bátinn þegar Hraðfrystihús Hellisands kaupir nýtt Rifsnes frá Noregi og fær hann þá nafnið Ozean Breeze og var m.a gerður út í Kanada. 

Eftir gagngerar breytingar í Gdansk í Pólland, sem m.a fólu í sér lengingu um níu metra auk þess sem íbúðahæð var sett undir brúna, kom báturinn til heimahafnar í Grindavík í desembermánuði 2015. Og þá undir því nafni sem hann ber í dag, Fjölnir GK 157.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s