
Fíi ÞH 11 kom til Húsavíkur í dag á leið sinni til nýrrar heimahafnar á Raufarhöfn.
Erindið var að taka olíu og hélt báturinn leið sinni áfram um leið og það var búið.
Fíi ÞH 11 hét áður Halla Danílesdóttir RE 770 og er af gerðinni Seigur 1120. Báturinn var smíðaður á Siglufirði árið 2006 og hét upphaflega Hringur GK 18.
Fiskkaup hf. átti bátinn en nýr eigandi er Þruma ehf. á Raufarhöfn.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution