Hans Jakob GK 150

1639. Hans Jakob GK 150 ex Dalaröst GK 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Hans Jakob GK 150 kemur hér til hafnar í Grindavík í marsmánuði árið 2009 en hann var gerður út af PEG ehf. með heimahöfn í Sandgerði.

Báturinn var smíðaður í Noregi 1978 en keyptur til landsins fjórum árum seinna og hét þá Rolant II. Hér á landi fékk hann nafnið Jón Bjarnason SF 3 og eigandinn var Svalan h/f á Hornafirði. 1984 kaupir Glettingur h/f í Þorlákshöfn bátinn og nefnir hann Dalaröst ÁR 63. 

Flóki ehf. á Húsavík kaupir svo Dalaröstina af Glettingi að mig minnir haustið 1999. Hann heldur nafninu en fær einkennisstafina ÞH og númerið 40. Upphaflega var 440 hestafla Kelvin aðalvél í bátnum en 1985 var skipt um vél. Sett var í hann 700 hestafla Mitsubishi aðalvél.

Dalaröst ÞH 40 var seld árið 2008 og hélt báturinn nafninu um tíma en varð GK 150.

Í upphafi árs 2009 fékk hann nafnið Hans Jakob GK 150 og haustið 2010 Tungufell BA 326.

Báturinn var dreginn til Belgíu í brotajárn árið 2015 en þá hafði hann legið um tíma.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s