
Haffari EA 133 kemur hér að bryggju við Torfunef á Akureyri haustið 2006.
Haffari hét upphaflega Háborg NK 77 frá Neskaupstað og var í eigu þeirra Gunnars Vilmundarsonar og Þórarins Guðbjartssonar þar í bæ.
Háborg NK 77 var smíðuð hjá Trésmiðju Austurlands h/f á Fáskrúðsfirði og afhent árið 1976. Báturinn, sem er 17 brl. að stærð, var í Neskaupstað til haustsins 1980 en eftir það fór hann á talsvert flakk sem lesa má um hér.
Báturinn heitir enn Haffari og er ferðaþjónustubátur í Reykjavík, ef ég man rétt.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution