Steini Vigg á Skjálfanda

1452. Steini Vigg SI 110 ex Guðrún Jónsdóttir ÓF 27. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Steini Vigg SI 110 er hér á siglinu á Skjálfanda í júlímánuði 2010 en þá var Norðursigling með hann á leigu um tíma.

Þegar myndin var tekin var báturinn á leið til hafnar en hann ásamt fleir bátum NS sigldu til móts við skonnortuna Hildi sem var að koma úr breytingum í Danmörku.

Steini Vigg SI 110 hét upphaflega Hrönnn ÞH 275 frá Raufarhöfn og var smíðaður fyrir Þorgeir Hjaltason í Bátasmiðjunni Vör h/f á Akureyri árið 1976.

Árið 1982 var báturinn seldur til Grímseyjar þar sem hann fékk nafnið Þorleifur EA 88. Árið 1988 fékk hann nafnið Guðrún Jónsdóttir SI 155 og heimahöfn á Siglufirði. Árin 1990 – 2001 var báturinn með heimahöfn á Ólafsfirði og hét Guðrún Jónsdóttir ÓF 27.

Árið 2001 varð hann aftur Guðrún Jónsdóttir SI 155 sem hann bar þar til hann fékk núverandi nafn árið 2008. Eigandi bátsin ser Rauðka ehf. á Siglufirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s