Klakkur SH 510

1472. Klakkur SH 510 ex Klakkur VE 103. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011.

Skuttogarinn Klakkur SH 510 kemur hér að landi á Sauðárkróki þann 25. júní 2011 sem var laugardagur.

Klakkur var upphaflega VE 103 og gerður út frá Vestmannaeyjum en þangað kom hann nýr þann 23. mars árið 1977. Eigandi togarans, sem mældist 488 brl. að stærð, var Klakkur hf. í Vestmannaeyjum. Síðar gerði Samtog ofl. hann út frá Eyjum.

Klakkur var smíðaður í Gdynia í Póllandi hjá Stocznia im Komuny Paryskiey (nýsmíði B 402/2) og var síðasti skuttogarinn í raðsmíði þriggja togara fyrir íslenska aðila hjá umræddri stöð. Fyrr sama ár komu til landsins skuttogararnir Ólafur Jónsson GK GK 404 og Bjarni Herjólfsson ÁR 200.

Klakkur VE 103 var seldur til Grundarfjarðar vorið 1992 en þá var hann í eigu Vinnslustöðvarinnar. Kaupandinn var Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. og kom Klakkur í staðinn fyrir Krossnes SH 308 sem fórst á Halamiðum í febrúar sama ár.

Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. var síðar sameinað Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. sem heitir FISK Seafood í dag. Klakkur var SH 510 til ársins 2011 er hann var SK 5. Hann var seldur Sólbergi ehf. á Ísafirði árið 2018 og fékk hann nafnið Ísborg II ÍS 260.

Tjaldtangi ehf. á Ísafirði keypti togarann árið 2019 og fékk hann sitt fyrra nafn, Klakkur, og varð ÍS 903. Togaranum má sjá bregða fyrir í þáttaröðinni Verbúðin, sem RÚV sýnir þessa dagana.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s