Sigþór ÞH 100

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989.

Sigþór ÞH 100 kemur hér að landi á Húsavík með síldarfarm og árið gæti verið 1989. Síldin var að öllum líkindum fryst til beitu hjá FH.

Sigþór ÞH 100 hét upphaflega Sigurpáll GK 375 og var smíði no.46. frá Marstrands Mekaniska Verkstad A/B. í Marstrand í Svíþjóð. Hann kom til landsins í aprílmánuði 1963.

Útgerðarfélagið Vísir hf.á Húsavík keypti bátinn árið 1977 eftir að hann hafði verið endurbyggður í Dráttarbraut Keflavíkur hf. eftir bruna. Þá fékk hann nafnið Sigþór ÞH 100.

Sigþór ÞH 100 var yfirbyggður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1986 og ári síðar var skipt um brú og hann skutlengdur. Þær breytingar fóru fram í Þýskalandi.

Síðla árs 2001 keypti Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. útgerðarfélagið Vísi ehf. og í framhaldinu var Sigþór ÞH 100 seldur.

Hann fékk nafnið Þorvarður Lárusson SH 129 árið 2002 með heimahöfn í Grundarfirði. Síðustu tvo mánuði ársins 2004 hét hann Straumur RE 79 en í ársbyrjun 2005 fékk hann nafnið Valur GK 6 sem var hans síðasta nafn.

Eldur kom upp í bátnum að kveldi 20. mars 2005 þar sem hann lá í Sandgerðishöfn. Báturinn skemmdist það mikið að ekki var talið borga sig að gera við hann og var Valur GK 6 því dreginn í brotajárn erlendis. Sem varð söguleg ferð eins og mbl.is greindi frá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s