Gísli Árni RE 375

1002. Gísli Árni RE 375. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982.

Gísli Árni RE 375 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni árið 1982.

Gísli Árni var smíðaður fyrir Sjóla hf. í Reykjavík í Kaarbös Mek. Verksted í Harstad í Noregi árið 1966.

Að Sjóla hf. stóðu Einar Árnason og Eggert Gíslason skipstjóri. Eggert eignaðist síðar Sjóla hf. að fullu.

Gísli Árni var 355 brl. að stærð búinn 700 hestafla Wichmann aðalvél. Báturinn var endurmældur árið 1970 og mældist þá 296 brl. að stærð.

Hann var lengdur og yfirbyggður árið 1973 og mældist eftir það 336 brl. að stærð. Árið 1977 var skipt um aðalvél og kom 1500 hestafla Wichmann í stað þeirrar sem áður var.

Gísli Árni RE 375 var seldur til Grindavíkur árið 1988 og fékk nafnið Sunnuberg GK 199. Kaupandi Fiskimjöl & lýsi hf. í Grindavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s