
Línubáturinn Júlía GK 400 kemur hér að landi í Sandgerði um árið en hún var gerð út af Reyni Karlssyni og Júlíu Óladóttur
Báturinn hét upphaflega Jóna Björg Gk 304 og var smíðuð í Þrándheimi í Noregi árið 1990. Eigandi Páll Jósteinsson í Sandgerði.
Haustið 1996 fær báturinn það nafn sem hann ber á meðfylgjandi myndum. Haustið 2003 verður hann SI 62 eftir að eigendur hans fluttu norður á Siglufjörð en útgerðin hét þá orðið Útgerðarfélag Siglufjarðar ehf.
Rúmu árið síðar fékk báturinn nafnið Ásdís Ólöf SI 23 og eigandi R&S útgerð ehf. á Siglufirði.
Ásdís Ólöf SI 23 sökk þann 9. maí 2005 er báturinn var á línuveiðum um 7 sjómílur vestur af Sauðanesi við Siglufjörð.
Tveir menn voru um borð og komust þeir í gúmmíbjörgunarbát og var bjargað þaðan af björgunarbátnum Sigurvin nokkru síðar. Sigurvin tókst að draga Ásdísi Ólöfu til hafnar á Siglufirði marandi í hálfu kafi.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution