
Skuttogarinn Karlsefni RE 24 er hér við bryggju í sinni heimahöfn, Reykjavík, um árið.
Karlsefni hf. keypti togarann frá Þýsklandi árið 1972 en hann var smíðaður þar árið 1966.
Togarinn var 713 brl. að stærð búinn 2140 hestafla Deutz aðalvél.
Árið 1987 eignaðist Sjólastöðin hf. í Hafnarfirði Karlsefni en hann var þó áfram RE 24. Hann var seldur til Chile árið 1989.
Í Chile fékk togarinn nafnið Friosur IV en örlög hans urðu þau að hann sökk undan ströndum Chile árið 1994. Um það má lesa hér.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.