Hið nýja skip Fiskkaupa kom til Reykjavíkur í dag

IMO 9249398. Argos Froyanes JT9 ex Froyanes. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2021.

Fiskiskipið Argos Froyanes, sem Fiskkaup hf. hefur fest kaup, kom til hafnar í Reykjavík í dag.

Skipið, sem reyndar er komið á Íslenska skipaskrá undir nafninu Kristrún RE 177 og með skipaskrárnúmerið 3017, var smíðað 2001.

Skipið sem stundað hefur veiðar á tannsfiski í Suðurhöfum kom frá Kanaríeyjunm þar sem það var í slipp.

Nýja Kristrún mun verða útbúin til veiða á grálúðu í net.

Hún kemur í stað Kristrúnar RE 177 sem var smíðuð 1988. Sú var síðar lengd og er eftir það 47.7 metrar að lengd, breiddin 9 metra og mælist 765 brúttótonn að stærð.

Nýja skipið er 48,8 metrar að lengd og breidd þess 11,03 metrar. Það mælist 1,335 BT að stærð og er því mun stærra en það gamla.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s