Brimnes SH 257

98. Brimnes SH 257 ex Magnús Kristinn GK 99. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Brimnes SH 257 hét upphaflega Hilmir II KE 8 og var smíðaður árið 1963. Smíðin fór fram í Halsöy í Svíþjóð.

í 8. tbl. Faxa árið 1963 sagði svo frá:

Sunnudaginn 28. júlí í sumar kom nýr bátur til Keflavíkur, Hilmir II KE 8.

Báturinn er 110 lestir, smíðaður úr eik hjá J. W. Berg í Halsöy í Svíþjóð. Báturinn er búinn öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum og eru lestar klæddar aluminium, svo og eru skilrúm úr sama efni. Í bátnum er 470 ha. Kromhont dieselvél og gekk hann 10.5 sjómílur í reynsluferð.

Eigandi bátsins og framkvæmdastjóri er Sigurbjörn Eyjólfsson. Skipstjórinn, sem sigldi bátnum heim og verður með hann, er hinn kunni aflamaður, Einar Guðmundsson. 1. vélstjóri er Eiríkur Sigurðsson.

Hilmir II fór strax norður á síld og er nú fyrir stuttu kominn suður úr þeim leiðangri. Mun nú ætlunin, að hann fari á haustsíldveiðar við Faxaflóa.

Hilmir II var seldur Frosta hf. í Súðavík árið 1968 og fékk hann nafnið Valur ÍS 420. Sumarið 1972 kaupa Guðlaugur Guðmundsson, Óttar Guðlaugsson og Steinþór Guðlaugsson bátinn til Ólafsvíkur og nefna hann Jökulk SH 77. Í lok þessa árs er skráður eigandi Enni hf. í Ólafsvík.

Árið 1977 er sett í bátinn 650 hestafla GM dieselvél og 1980 er Jökull SH 77 seldur Guðjóni Bragasyni í Sandgerði. Hann nefndi bátinn Magnús Kristinn GK 99.

Stefán Hjaltason kaupir bátinnn aftur til Ólafsvíkur í febrúar 1982 og fær hann þá nafnið Brimnes SH 257.

Þann 3. september 1983 brann báturinn og sökk út af Jökli. Áhöfnin, fimm manns, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Saxhamar fra Rifi sem kom áhöfninni til lands. Heimild: Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s