Andey ÍS 440

1980. Andey ÍS 440 ex Andey SF 222. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Rækjutogarinn Adney ÍS 440 er hér á toginu um árið en Frosti hf. í Súðavík keypti skipið frá Hornafirði og kom það til heimahafnar í marsmánuði 1994.

Haustið 1998 fór Andey til Gdansk í Póllandi þar sem skipið var upphaflega smíðað árið 1989. Erindið var m.a að láta lengja skipið sem var og gert um 12 metra. Þannig kom hún heim í byrjun febrúarmánaðar 1999. Eftir það mældist hún 331 brl. að stærð.

Andey ÍS 440 var seld til Færeyja árið 2008 þar sem hún fékk nafnið Beinisvörð TG 440.

Skipið fór í brotajárn fyrir nokkrum árum.

Í 5. tbl. Ægis árið 1989 er sagt frá komu Andeyjar SU 210 til Breiðdalsvíkur:

Andey SU 210 kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar 10 apríl s.l. Skip þetta er smíðað sem skuttogari og er með búnaði til fullvinnslu afla um borð. Skipið er smíðað hjá Northern Shipyard í Gdansk, Póllandi, nýsmíði númer B 284, og er hannað afstöðinni í samvinnu við Ráðgarð hf. 

Andey SU kemur í stað Stakkavíkur ÁR 107 (247), sem væntanlega verður úrelt.Andey SU er í eigu Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf., Breiðdalsvík.

Skipstjóri á skipinu er Guðmundur Ísleifur Gíslason og yfirvélstjóri Sigurður Vilhjálmsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Svavar Þorsteinsson.

Andey SU 210, sem var 211 brl. að stærð, var seld til Garðeyjar hf. á Hornafirði síðla árs 1990. Eins og fyrr segir var hún seld til Súðavíkur árið 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s