
Þessi mynd var tekin í Grindavík í aprílmánuði árið 1997 og sýnir Þorstein GK 16 við bryggju. Eins og sjá má er báturinn með íslenska fánann í afturmastrinu en hann var þarna nýkominn til nýrrar heimahafnar í Grindavík.
Í Morgunblaðinu 16. apríl sagði m.a svo frá:
Nýr Þorsteinn GK er kominn til Grindavíkur í stað Þorsteins GK sem strandaði við Krísuvíkurbjarg á dögunum.
Hóp hf. gerir bátinn út en hann hét áður Svanur SH frá Stykkishólmi og er 138 tonna stálbátur en gamli Þorsteinn var um 180 tonn.
Sama áhöfn verður um borð í nýja skipinu og var Ásgeir Magnússon, skipstjóri, í óða önn ásamt skipverjum sínum að gera bátinn klárann fyrir að leggja netin þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.
Þannig var nú það og ljósmyndarinn sem getið er um í fréttinni var Kristinn Benediktsson.
Um Þorstein GK 16 má lesa nánar hér og skoða fleiri myndir af honum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution