
Þorgrímur SK 27 frá Hofsósi kemur hér að landi á Siglufirði í vikunni en hann er á handfæraveiðum. Eigandi Jónas Þór Einarsson.
Þorgrímur hét upphaflega Jón Björn HF 77 og er 6 brl. að stærð. Báturinn var smíðaður af Fossplasti hf. árið 1990 en smíðin fór fram á Selfossi.
Árið 1990 var báturinn kominn til Grundarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Örninn SH 74 en hann stoppaði stutt þar. 1992 var báturinn skráður í Hafnarfirði og nafnið sem hann fékk var Sædís HF 170.
Aldamótaárið 2000 var báturinn seldur til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Kotey GK 121. 2002 er báturinn keyptur til Sandgerðis þar sem hann fékk nafnið Mummi GK 121.
Það var svo árið 2005 sem Mummi var keyptur norður á Hofsós þar sem hann fékk nafnið Þorgrímur SK 27 og það hefur han heitið síðan. Heimild aba.is
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution