
Hér koma fleiri myndir af Oddeyrinni EA 210 þegar hún kom til heimahafnar á Akureyri í morgum.
Á heimasíðu Samherja segir m.a: Tímamót urðu í sögu Samherja í dag og þar með íslenskum sjávarútvegi, er Oddeyrin EA kom til Akureyrar eftir gagngerar breytingar á skipinu í dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens. Samherji keypti uppsjávarveiðiskip og lét breyta því fyrir bolfiskveiðar, jafnframt verður hægt að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum.
Oddeyrin hét áður Western Chieftain SO 237 og keypti Samherji skipið frá Írlandi þar sem heimahöfn þess var Sligo. Það var smíðað árið 2004 og var 45 metra langt og 10 metra breitt en Samherji lét lengja það um 10 metra.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.