
Særós KE 207 hét upphaflega Hrönn KE 48 og var smíðuð í Bátalóni árið 1971, 11 brl. að stærð.
Árið 1973 fékk báturinn nafnið Magnús Jónsson BA 30 frá Patreksfirði. Til ársins 1987 var hann gerður út undir nöfnunum Þórunn Jónsdóttir RE 101 og síðar EA 205, Þórunn Gunnarsdóttir KE 207, Særós KE 207 og loks Sif ÁR 207.
Á vef Árna Björns Árnasonar segir:
Frá árinu 1987 hét hann Lax III RE., Reykjavík og það nafn bar báturinn þegar hann var felldur af skipaskrá 22. desember 1998 með eftirfarandi athugasemd Siglingastofnunar. „Ekki skoðaður árum saman.“ Seinustu árin var báturinn notaður til að þjónusta laxeldiskvíar á Sundunum við Reykjavík. Hann slitnaðu upp af legu á Grafarvoginum og rak upp í Geldinganes þar sem flakið var enn að finna árið 2010.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution