
Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir af frystitogaranum Tómasi Þorvaldssyni GK 10 þar sem hann var að veiðum sunnan við Eyjar um páskana.
Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut.
Þorbjörn hf. keypti Sisimiut og fékk skipið afhent í júní 2019. Það fékk nafnið Tómas Þorvaldsson GK 10 fór fyrst til veiða undir því nafni 22. júlí sama ár.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution