Orri ÍS 180

923. Orri ÍS 180 ex Röstin GK 120. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Orri ÍS 180 kemur hér að landi á Húsavík 10. október árið 2012 en hann stundaði þá veiðar á úthafsrækju á vegum Básafells-útgerðar ehf. á Ísafirði.

Hér má lesa nokkuð um sögu bátsins og þau nöfn sem hann hefur borið í gegnum tíðina en upphaflega hét hann Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36.

Í dag liggur hann í höfn á Flateyri en eins og flestum er kunnugt lenti hann í snjóflóðinu sem skall á Flateyri í janúarmánuði 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd