
Skonnortan Ópal kom til Húsavíkur í kvöld og voru þessar myndir teknar við það tækifæri.
Skipið var smíðað af skipasmíðastöðinni Bodenwerft í Damgarten, Þýskalandi árið 1951 sem togari og var við veiðar á Eystrarsalti, í Norðursjó og Barentshafi.
Á 8 árum (1973-1981) var Ópal breytt í þá glæsilegu tveggja mastra skonnortu sem hún er í dag. Skipið hefur siglt um allan heim, t.d. siglt yfir Atlantshaf nokkrum sinnum og alltaf einstaklega vel viðhaldið.
Ópal var í eigu sömu aðila allt frá endurbyggingu til ársins 2013 er hún bættist við flota Norðursiglingar á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution