
28. júní 1982 bættist í íslenska fiskiskipaflotann, skip sem keypt var notað frá Danmörku. Skip þetta hét upphaflega Michelle Cherie og er smíðað hjá Sakskbing Maskinfabrikk og Skibsværft í Danmörku árið 1976 og er smíðanúmer 20.
Þegar skipið kom til landsins varþað keypt af Hafrenningi h.f.í Grindavík og fékk það nafnið Hafrenningur GK 38. Í júní 1984 var það nefnt Hersir HF 227, eigandi Hersir h.f. í Hafnarfirði.
Skipið var upphaflega smíðað sem eins þilfars síðutogari til veiða á bræðslufiski, en árið 1980 var byggt yfir skipið, því breytt til línuveiða og sett í það línubeitingavél frá Mustad ásamt ýmsum tilheyrandi búnaði.
Á miðju ári 1984 var settur um borð búnaður til að sjóða og frysta rækju, og einnig var lestabúnaði breytt miðað við þann veiðiskap. Ægir 12. tbl. 1984.
Hersir var 41 metrar að lengd, hann var 8 metra breiður og mældist 295 brl. að stærð. Aðalvél 800 hestafla Alpha-Diesel.
Skipið átti eftir að vera Hersir ÁR 2, og ÍS 33, Klettur SU 100, Vigdís Helga 700 og Gissur Hvíti SF 55 og GK 457 áður en það var selt til Kanada um miðjan síðasta áratug.
Þar hefur það borið nöfnin Oujukoaq og Sikuvut.
Sett var á skipið ný brú, notuð frá Noregi ef ég man rétt, sennilega 1997.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.