Ver ÍS 120

873.Ver ÍS 120 ex Ver AK 97. Ljósmynd Pálmi Jóhannesson 1970.

Þessa mynd tók Pálmi Jóhannesson sumarið 1970 og sýnir hún vélbátinn Ver ÍS 120 frá Ísafirði.

Pálmi var skipverji á Sif ÍS 500 sem stundaði handfæraveiðar þetta sumar og þegar þeir voru að veiðum á Breiðafirði barst kall frá Ver ÍS 120 þar sem kom fram að hann væri með bilaða vél.

Pálmi segir svo í texta við myndina á FB: 14:74 Kall barst um aðstoð. Vélin í Ver ÍS-120 frá Ísafirði hafði bilað og hann rak fyrir straumum á Breiðafirði. Engin bráð hætta var á ferðum en skipverjar spurðu hvort einhver bátanna á firðinum væri á leið norður í átt til Ísafjarðar og gæti tekið þá í tog. Sif var komin með þokkalegan afla og mál að landa honum. Gestur bauðst til að kippa bátnum með til Súganda.

Gestur þessi var Kristinsson og skipstjóri á Sif.

Ver ÍS 120 var smíðaður árið 1929 á Akranesi fyrir Harald Böðrvarsson þar í bæ. Báturinn var 21 brl. að stær búinn 64 hestafla Tuxhamvél.1932 var sett í hann 90 hestafla June Munktell í stað Tuxhamvélarinnar.

Árið 1946 var báturinn kominn með AK skráningu og hét Ver AK 97. Sumarið 1949 var báturinn seldur vestur á Ísafjörð, kaupandinn Bergmann Þormóðsson. Báturinn hélt nafninu og varð ÍS 120.

Árið 1961 var aftur skipt um vél í bátnum og að þessu sinni var sett í hann 200 hestafla Scania dieselvél.

Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá í desembermánuði 1975.

Heimildir: Íslensk skip

Báturinn var s.s í útgerð í um 45 ár, og allan þann tíma áttu sér stað aðeins ein eigendaskipti. Hann hét Ver allan tímann en bar einkennisstafina MB, AK og ÍS.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Ver ÍS 120

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s