Sigþór ÞH 100

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Höddi vinur minn á afmæli í dag og því upplagt að birta mynd af Sigþóri ÞH 100 hvar hann var lengi í skipsrúmi og að lokum í brúnni.

Sigþór ÞH 100 hét upphaflega Sigurpáll GK 375 og var smíði no.46. frá Marstrands Mekaniska Verkstad A/B. í Marstrand í Svíþjóð. Hann kom til landsins í aprílmánuði 1963.

Útgerðarfélagið Vísir hf.á Húsavík keypti bátinn árið 1977 eftir að hann hafði verið endurbyggður í Dráttarbraut Keflavíkur hf. eftir bruna. Þá fékk hann nafnið Sigþór ÞH 100.

Sigþór ÞH 100 var yfirbyggður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1986 og ári síðar var skipt um brú og hann skutlengdur. Þær breytingar fóru fram í Þýskalandi.

Síðla árs 2001 keypti Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. útgerðarfélagið Vísi ehf. og í framhaldinu var Sigþór ÞH 100 seldur.

Hann fékk nafnið Þorvarður Lárusson SH 129 árið 2002 með heimahöfn í Grundarfirði. Síðustu tvo mánuði ársins 2004 hét hann Straumur RE 79 en í ársbyrjun 2005 fékk hann nafnið Valur GK 6 sem var hans síðasta nafn.

Eldur kom upp í bátnum að kveldi 20. mars 2005 þar sem hann lá í Sandgerðishöfn. Báturinn skemmdist það mikið að ekki var talið borga sig að gera við hann og var Valur GK 6 því dreginn í brotajárn erlendis. Sem varð söguleg ferð eins og mbl.is greindi frá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s