Anna EA 305 að veiðum á Dohrnbanka

2870. Anna eA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Grzegorz Maszota 2019. Línuskip ÚA, Anna EA 305, er hér á Dorhnbanka við grálúðuveiðar, rétt innan miðlínunnar milli Íslands og Grænlands. Myndirnar tók Grzegorz Maszota skipverji á Þórsnesi SH 109 sem einnig stundar grálúðuveiðar í net. Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma … Halda áfram að lesa Anna EA 305 að veiðum á Dohrnbanka

Ole-Arvid á toginu

IMO 9216949. Ole-Arvid Nergård T-5H ex Rosvik. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Norski frystitogarinn Ole-Arvid Nergård T-5-H er hér við rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu en myndina tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum. Ole-Arvid hét áður Rosvik og er í eigu Nergård Havfiske AS, heimahöfn hans er Harstad. Togarinn var smíðaður árið 2001 í Aas Mekaniske Verksted AS í … Halda áfram að lesa Ole-Arvid á toginu

Star Osprey kom til Helguvíkur í gær

IMO 9315068. Star Osprey ex Gan Shield. Ljósmynd KEÓ 2019. Olíuskipið Star Osprey kom til Helguvíkur í gær og á þesari mynd er það í fylgd tveggja hafsögubáta frá Faxaflóahöfnum. Star Osprey er 183 metra langt, 32 metra breitt og mælist 30,068 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2007 og siglir undir flaggi Panama. … Halda áfram að lesa Star Osprey kom til Helguvíkur í gær