
Hér lætur rækjubáturinn Baldur Árna ÞH 222 úr höfn á Húsavík sumarið, sennilega 2004.
Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson útgerðarmaður á Ísafirði hafði keypt bátinn haustið áður og gefið honum þetta nafn.
Báturinn var smíðaður í Hollandi 1963 fyrir Gjögur hf. á Grenivík og hét Oddgeir ÞH 222. Það nafn bar hann í 40 ár eða þangað til hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni.
Á þessum tíma var hann yfirbyggður og skipt um brú auk þess sem nýr skutur var kominn á hann. Hann mældist 164 brl. að stærð.
Baldur Árna ÞH 222 var seldur til Nova Scotia í Kananda haustið 2009 og fékk nafnið Francoise.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution