Þeir fiska sem róa

Fiskibátur að veiðum úti fyrir Vigoflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Þeir eru fjölmargir fiskibátarnir hér við strendur Galisíu og hér er einn þeirra að veiðum rétt innan Cíeseyja í mynni Vigoflóans. Hann er á nótaveiðum en hvað hann er að veiða er mér ekki kunnugt um. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa Þeir fiska sem róa

Stapin á Vopnafirði

OW2055. Stapin FD 32 ex Husby Senior M-13-AV. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2019. Frændur okkar á línubátnum Stapin FD 32 voru í fréttum í dag þar sem sagði að eft­ir­lits­dróni Land­helg­is­gæsl­unn­ar stóð skip­verja að verki við meint ólög­legt brott­kast. Bátnum var stefnt til Vopnafjarðar og tók Börkur Kjartansson þessa mynd um hádegisbil þegar Stapin kom að … Halda áfram að lesa Stapin á Vopnafirði

Harðbakur EA 3 var sjósettur í dag

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Samherji.is Harðbakur EA 3, nýr togari Útgerðarfélags Akureyringa sem hefur verið í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard-Aukra í Noregi, var sjósettur í dag. Frá þessu segir á heimasíðu Samherja en samningur um smíðina var undirritaður í lok nóvember árið 2017. Skipið er hannað af Vard samsteypunni í Noregi í samvinnu við … Halda áfram að lesa Harðbakur EA 3 var sjósettur í dag

Maggi ÞH 68

5459. Maggi ÞH 68 ex Gæfa ÞH 68. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Maggi ÞH 68 er þarna að koma úr línuróðri um miðbik níunda áratug síðustu aldar. Maggi ÞH 68 var í eigu Þorgeirs Þorvaldssonar á Húsavík en bátinn smíðaði Jóhann Sigvaldason bátasmiður á Húsavík. Bátinn smíðaði Jóhann árið 1961 fyrir Bessa Guðlaugsson sem nefndi bátinn … Halda áfram að lesa Maggi ÞH 68