
Frændur okkar á línubátnum Stapin FD 32 voru í fréttum í dag þar sem sagði að eftirlitsdróni Landhelgisgæslunnar stóð skipverja að verki við meint ólöglegt brottkast.
Bátnum var stefnt til Vopnafjarðar og tók Börkur Kjartansson þessa mynd um hádegisbil þegar Stapin kom að landi. Eftir skýrslutökur lét hann úr höfn um kl. 16 og kúrsinn settur heim til Færeyja en heimahöfn hans er í Tóftum.
Stapin er 42. metrar að lengd og 9 metra breiður, smíðaður í Danmörku 1990. Hét áður Husby Senior M-13Av en b+aturinn var keyptur til Færeyja árið 2016.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Eigandi Anfinn Ólsen sem að er framkvæmdastjóri Framherja i Færeyjum
Líkar viðLíkar við