
Maggi ÞH 68 er þarna að koma úr línuróðri um miðbik níunda áratug síðustu aldar.
Maggi ÞH 68 var í eigu Þorgeirs Þorvaldssonar á Húsavík en bátinn smíðaði Jóhann Sigvaldason bátasmiður á Húsavík.
Bátinn smíðaði Jóhann árið 1961 fyrir Bessa Guðlaugsson sem nefndi bátinn Farsæl ÞH 68.
Á vefnum aba.is segir að Bessi hafi átt Farsæl í ellefu ár.
Frá árinu 1972 hét báturinn Gæfa ÞH-68, Húsavík; Frá árinu 1977 hét hann Maggi ÞH-68, Húsavík; Frá árinu 1993 hét báturinn Maggi ÞH-338, Húsavík og það nafn bar hann þegar honum var fargað og hann felldur af skipaskrá 14. nóvember 1994.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.