Suður um höfin

EHIS. Hermanos Touza 3aGI-4-2130. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Spænski togarinn Hermanos Touza lét úr höfn í Vigo í gær og stefnan sett suður um höfin. Áfangastaður sagður vera Stanley á Falklandseyjum.

Togarinn er með heimahöfn í Vigo en þar hefur stór hluti úthafsveiðiflota Spánverja bækistöðvar sínar.

Hermanos Touza var smíðaður árið 1986, lengd hans er 74 metrar, breiddin 1o metrar og mælist hann 1.384 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd