120. Kambaröst SU 200 ex Erling KE 140. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Kambaröst SU 200 stundaði úthafsrækjuveiðar frá Húsavík um árið og hér er hún að koma til hafnar í maímánuði árið 2004. Báturinn hét upphaflega Sangolt og var smíðaður árið 1957 í Avaldsnes í Noregi. Hann var síðan keyptur til landsins árið 1960 af … Halda áfram að lesa Kambaröst SU 200
Day: 27. júní, 2019
MSC America við kæjann
MSC America ex America Senator. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið MSC America lá við kæjann í Vigo í fyrradag en þetta 216 metra langa gámaflutningaskip var smíðað árið 1993. Breidd þess er 32 metrar og mælist það 34,231 GT að stærð. Það siglir undir fána Panama. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa MSC America við kæjann
SIL við bryggju í Vigo
ZDRL1. SIL FK0403. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Skuttogarinn SIL FK0403 liggur við bryggju í Vigo og tók ég þessa mynd af honum þar. Togarinn var smíðaður árið 1987 og siglir undir bresku flaggi með heimahöfn í Stanley, sem mér sýnist vera á Falklandseyjum. SIL er 78,5 metra langur, 14 metra breiður og mælist 2,156 GT … Halda áfram að lesa SIL við bryggju í Vigo


