
Færeyingurinn Sigmund frá Teigum tók þessa mynd af Polar Amaroq í gærkveldi en hann er í áhöfn skipsins.
Húsvíkingurinn Sigurjón Sigurbjörnsson er það einnig, stýrimaður á skipinu og sendi hann síðuna þessa mynd.
Að sögn Sidda voru þeir við síldarleit í grænlensku lögsögunni en fundu ekkert. Þeir eru á leið til Akureyrar en kallarnir ætla að taka nokkurra daga frí.
Skipið er í eigu Polar Pelagic en Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlenska útgerðarfélaginu.
Skipið hét áður Gardar og var í eigu norska útgerðarfélagsins K. Halstensen. Það var smíðað árið 2004 og lengt tveimur árum síðar.
Polar Amaroq er vinnsluskip, 3.2000 brúttótonn að stærð, 83,8 m. á lengd og 14,6 m. á breidd. Það getur lestað 2535 tonn, þar af 2000 í kælitanka.
Frystigeta um borð er 140 tonn á sólarhring og er þá miðað við heilfrystan fisk en frystirýmið er fyrir 1000 tonn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.