
Fljótaskipið Douro Serenity siglir hér á Douroánni í Portúgal en myndina tók ég af svölum íbúðarinnar í Porto þar sem dvalið er þessa dagana.
Skipið er 80 metra langt og 11 metra breitt, þriggja þilfara skip. Smíðað árið 2017 í West Sea shipyard í Viana do Castelo í Portúgal.
Um borð í skipinu eru 63 klefar sem taka 126 farþega, áhafnarmeðlimir eru 36.
Skipið er í eigu Mystic Invest og á sér tvö systurskip, Douro Splendour, Douro Elegance. Heimahöfn þess er í Porto.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.