Björgúlfur EA 312

1476. Björgúlfur EA 312. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2014.

Skuttogarinn Björgúlfur EA 312 er hér að koma til hafnar á Dalvík þann 3. apríl árið 2014.

Björgúlfur EA 312 var í eigu Útgerðarfélags Dalvíkur h/f frá árinu 1977 en í 9. tbl. Ægis það ár var sagt frá smíði hans.

Þar sagði m.a:

16. apríl s.l. afhenti Slippstöðin h.f. á Akureyri nýjan skuttogara, Björgúlf EA 312, sem er nýsmíði 59 hjá stöðinni. Smíði þessa skuttogara var með þeim hætti að skrokkur skipsins kom frá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrik A/S í Noregi, sem byggt hefur sjö skuttogara fyrir íslendinga, en smíðinni síðan lokið hjá Slippstöðinni, innréttingar, niðursetning á tækjabúnaði, frágangur o.þ.h. Skuttogari þessi er af lengri gerðinni frá „Flekkefjord“, eins og Guðbjörg ÍS og Gyllir ÍS. 

Björgúlfur EA er í eigu Útgerðarfélags Dalvíkinga h.f. á Dalvík ,og er þetta annar skuttogarinn sem fyrirtækið eignast, en það á fyrir Björgvin EA 311, sem er byggður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrik og var afhentur í janúar 1974. Björgúlfur er byggður eftir sömu teikningu og Björgvin EA, nema hvað Björgúlfur er 3.30 m lengri, en auk þess hafa verið gerðar ýmsar minniháttar smíðabreytingar. Skipstjóri á Björgúlfi EA er Sigurður Haraldsson og 1. vélstjóri Sveinn Ríkharðsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Björgvin Jónsson. 

1998 er eigandi Björgúlfs Snæfell ehf. á Dalvík og haustið 2000 BGB-Snæfell ehf. og ári síðar er hann kominn í eigu Samherja.

Vorið 2017 fær togarinn nafnið Hjalteyrin EA 306 þegar nýr Björgúlfur EA 312 leysti hann af hólmi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s